Þrítug kona slasaðist alvarlega á mánudagskvöld þegar hún féll niður um op við neyðarútgang á svölum á þriðju hæð í skrifstofuhúsnæði við Austurveg á Selfossi.
Fallið var rúmir 6 metrar og slasaðist konan alvarlega en hún féll niður á steypta stétt.
Samkvæmt upplýsingum frá fjölskyldu konunnar þykir kraftaverk að hún hafi lifað fallið af. Hún höfuðkúpubrotnaði, kinnbeinsbrotnaði, braut einn hálslið, hlaut mjög slæmt hryggbrot og er lömuð frá brjósti. Hún er í öndunarvél og hefur haldið meðvitund nærri allan tímann síðan slysið varð og getur tjáð sig.
Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að tildrög séu til rannsóknar hjá lögreglu og Vinnueftirliti.