Hjón af Suðurlandi sem eiga nokkur uppkomin börn unnu 7,7 milljónir í Lottóútdrættinum síðasta laugardag. Þau spila alltaf með í Lottó og kaupa alltaf margviknamiða með sömu tölunum.
Þau voru á leið út úr bænum þegar konan mundi að hún ætti eftir að lotta svo það var stoppað við hjá Olís við Arnberg á Selfossi og réttu tölurnar valdar. Að eigin sögn ætla þau nú ekkert að missa sig yfir þessu en þau eiga nokkur uppkomin börn sem fá að njóta vinningsins með þeim.
Tveir voru með fimm tölur réttar en hinn vinningshafinn var nítján ára nýstúdent af höfuðborgarsvæðinu. Hún er yngsti Lottómilljónamæringurinn í sögu íslenska Lottósins.