Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar fengu í gærkvöldi afhent Menningarverðlaun Ölfuss þegar bæjarhátíðin Hafnardagar var formlega sett.
Menningarverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss í gærkvöldi. Athöfnin var þríþætt þar sem Hafnardagar voru formlega settir af Gunnsteini R. Ómarssyni, bæjarstjóra Ölfuss og ný sýning Byggðasafns Ölfuss var opnuð auk afhendingu verðlauna.
Formaður menningarnefndar, Magnþóra Kristjánsdóttir, afhenti verðlaunin sem voru svo sannarlega verðskulduð. Jónas komst ekki á athöfnina þar sem hann var að spila í Hörpunni í gærkvöldi, en móðir hans, Ragna Erlendsdóttir tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Lúðrasveitin var fjölmenn á staðnum þó einhverja hafi vantað og spilaði nokkur lög við góðar undirtektir gesta.
Verðlaunin eru afhent annað hvert ár í kjölfar tilnefninga. Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru tvískipt, en hið stóra verkefni sem Jónas og lúðrasveitin fóru í á síðasta ári og endaði með útgáfu hljómdisks og tónleikum í Reiðhöll Guðmundar var þess eðlis að ekki var annað hægt en að heiðra þá sem fyrir því stóðu, segir í frétt á heimasíðu Ölfuss.
Stefnt er að því að fá Lúðrasveitina og Jónas til að flytji prógrammið sitt aftur á tónleikum í Þorlákshöfn í haust á Tónum við hafið.