Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í morgun að gefa starfsmönnum sveitarfélagsins frí eftir hádegi þann 19. júní svo að þeir geti tekið þátt í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.
Jafnframt samþykkti bæjarráð tillögu leikskólastjóra í Árborg um að halda hátíðarfund leikskólanna í Árborg þann 19. júní, þar sem rætt verði um hvernig hægt sé að auka lýðræði í leikskólum.
Fundurinn verður öllum opinn og er starfsfólk sveitarfélagsins hvatt til að taka þátt í honum eða öðrum viðburðum sem í boði verða víðs vegar um land á þessum degi.