Lyfjafyrirtækið Lyf og heilsa hefur undirritað samning um kaup á 90% hlut í Glerverksmiðjunni Samverki á Hellu. Seljendur eru meðal annarra Ragnar Pálsson, framkvæmdastjóri og aðaleigandi félagsins.
Mbl.is greinir frá þessu.
Glerverksmiðjan Samverk ehf. var stofnuð í janúar árið 1969 af átta heimamönnum í Rangárþingi, til að framleiða einangrunargler og er elsta starfandi glerverksmiðja landsins. Aðsetur verksmiðjunnar er að Eyjasandi 2 á Hellu en sýningarsalur er í Kópavogi.
„Það var kominn tími á breytingar og ég er mjög ánægður með þennan samning“, er haft eftir Ragnari Pálssyni um söluna. „Sérstaklega er ég ánægður með það að þessi rekstur, sem skiptir miklu máli fyrir lífið hér á Hellu, verður áfram hér á Hellu.“
Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.