Lyf og heilsa kaupir Samverk

Lyfja­fyr­ir­tækið Lyf og heilsa hef­ur und­ir­ritað samn­ing um kaup á 90% hlut í Gler­verk­smiðjunni Sam­verki á Hellu. Selj­end­ur eru meðal annarra Ragn­ar Páls­son, fram­kvæmda­stjóri og aðal­eig­andi fé­lags­ins.

Mbl.is greinir frá þessu.

Glerverksmiðjan Samverk ehf. var stofnuð í janúar árið 1969 af átta heimamönnum í Rangárþingi, til að framleiða einangrunargler og er elsta starfandi glerverksmiðja landsins. Aðsetur verksmiðjunnar er að Eyjasandi 2 á Hellu en sýningarsalur er í Kópavogi.

„Það var kom­inn tími á breyt­ing­ar og ég er mjög ánægður með þenn­an samn­ing“, er haft eft­ir Ragn­ari Páls­syni um söl­una. „Sér­stak­lega er ég ánægður með það að þessi rekst­ur, sem skipt­ir miklu máli fyr­ir lífið hér á Hellu, verður áfram hér á Hellu.“

Kaup­in eru gerð með fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Frétt mbl.is

Fyrri greinSævar Logi nýr formaður HSSH
Næsta greinMagdalena valin best í 1. deildinni