Lokað var yfir Lyngdalsheiði í kvöld vegna óveðurs. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Suðurlandi. Skafrenningur er á fjallvegum.
Samkvæmt vefmyndavél Vegagerðarinnar er nú 22 m/sek á heiðinni og -2°C hiti og skafrenningur.
Snjóþekja og hálka er með Suðausturströndinni og nokkuð hvasst. Lokað er í Öræfasveit vegna óveðurs.
UPPFÆRT 20:07: Vegurinn hefur verið opnaður að nýju.