Vegurinn yfir Lyngdalsheiði er nú lokaður vegna veðurs. Éljabakki mun ganga yfir suðvestanvert landið síðdegis með snjó um tíma.
UPPFÆRT 14:12: Nokkrar líkur eru á að veginum yfir Hellisheiði verði lokað tímabundið eftir kl. 16:00. Hugsanlega verður Þrengslavegi einnig lokað á svipuðum tíma.
Þá mun hvessa og skafa og er búist við 15-20 m/sek á milli kl. 17 og 19 og til dæmis verður blint á Hellisheiði og í Þrengslum á þessum tíma.
Í hádeginu var snjóþekja eða hálka á vegum sunnanlands og víða blint vegna éljagangs og skafrennings.