Það var líf og fjör um síðustu helgi á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi sem nú var haldin í 28. skipti. Hátíðin náði hápunkti sínum á sléttusöng í Sigtúnsgarði þar sem þúsundir komu saman og tóku undir í söng með Magnúsi Kjartani Eyjólfssyni.
Íbúar voru duglegir að taka saman höndum og skreyta hús og götur, auk þess sem götugrill voru víða á laugardagskvöldið. Lyngheiðin í bláa hverfinu varð þess heiðurs aðnjótandi að vera valin skemmtilegasta gatan að þessu sinni.