Búnaður sem eyðir lykt frá útblæstri skreiðarþurrkunar Lýsis í Þorlákshöfn hefur verið tekinn í notkun.
Búnaðurinn byggir á umhverfisvænu íslensku hugviti og var það starfsfólk Lýsis í Þorlákshöfn sem þróaði búnaðinn ásamt starfsmönnum fyrirtækisins Héðins. Búnaðurinn virkar þannig að ósón er notað til að eyða lyktinni.
„Búnaðurinn er búinn að vera í gangi í u.þ.b. mánuð og er að virka alveg eins og til var ætlast,“ segir Kjartan Örn Ólafsson, svæðisstjóri Lýsis í Þorlákshöfn. „Ég er búinn að hífa alla aðal karla bæjarins hérna upp til að þefa af græjunni og það finnst engin lykt.“