Maðurinn sem féll í Þingvallavatn látinn

Maður­inn sem féll í Þing­valla­vatn fyr­ir einni og hálfri viku síðan lést á Land­spít­al­an­um á föstu­dag­inn var. Hann komst aldrei til meðvit­und­ar eft­ir slysið og var haldið sof­andi í önd­un­ar­vél.

mbl.is greinir frá þessu.

Maður­inn var rúm­lega sjö­tug­ur Íslend­ing­ur og var einn á ferð á veiðistað úti í vatn­inu. Ann­ar veiðimaður sá til hans missa fót­ana, en tals­vert var á milli þeirra. Sá óð þegar í land og hljóp nærri kíló­meters leið að slysstaðnum og óð eft­ir ein­stigi út að þeim sem féll og náði til hans út á nokkru dýpi með veiðibúnaði sín­um.

Hóf hann strax end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir, en maður­inn var svo sótt­ur með þyrlu og flutt­ur til Reykja­vík­ur.

Fyrri greinTruflaðar lakkrístrufflur
Næsta greinNesjavallaleið lokuð á miðvikudag og fimmtudag