Maðurinn sem var handtekinn í morgun í uppsveitum Árnessýslu eftir að hann tilkynnti um slasaða konu í heimahúsi er laus úr haldi lögreglu.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi er ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.
Konan var með höfuðáverka og skerta meðvitund þegar lögreglan kom á vettvang en rannsókn hefur leitt í ljós að um slys var að ræða. Konan er komin til meðvitundar en verður áfram undir eftirliti lækna.