Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður á Selfossi, mun árita nýja DVD diskinn sinn, „85 sunnlenskar sjónvarpsfréttir á 85 mínútum“ í Krónunni á Selfossi á morgun, laugardag.
Magnús verður í Krónunni frá kl. 14:00 til 16:00.
Eins og nafnið gefur til kynna er á disknum úrval af sjónvarpsfréttum Magnúsar sem er fréttamaður RÚV á Suðurlandi. Á disknum er einnig tæplega 20 mínútna aukaefni af sunnlenskri tónlist þar sem Karlakór Rangæinga, Karlakór Hreppamanna, Karlakór Selfoss, Jórukórinn og Hörpukórinn á Selfossi koma m.a. við sögu.
Á disknum er mikið af sveitafréttum, t.d. um tvíburafolöld, syngjandi hund, prestur úti að ganga með lamb, ilmvötnum spreyjað á heyrúllur, sungið í Tungnaréttum, þriggja vikna önd að bera út póst, lamb með tvö höfuð, knattspyrnuhundurinn Kolla og svona framvegis og framvegis.