Magnús opnar rafeindaþjónustu í bílskúrnum heima

Magnús Hermannsson, rafeindavirkjameistari og kerfisstjóri, Ljósmynd/Aðsend

Þann 1. október síðastliðinn opnaði Magnús Hermannsson, rafeindavirkjameistari og kerfisstjóri, rafeinda- og tölvuþjónustu í bílskúrnum heima hjá sér, að Úthaga 13 á Selfossi.

„Ég tók þessa ákvörðun í kjölfarið á uppsögn minni, þegar tölvudeild Árborgar var lögð niður þann 1. júlí síðastliðinn,” segir Magnús, sem hefur víðtæka reynslu í rekstri á tölvukerfum og hefur m.a. starfað hjá Árborg, Árvirkjanum, Kögun Keflavík og við Lóranstöðina á Gufuskálum.

Magnús býr yfir mikilli þekkingu þegar kemur að lampagræjum og smíðar meðal annars slíka magnara, auk þess að annast viðgerðir á plötuspilurum, mögnurum og hvers kyns raftækjum.

„Ég býð líka upp á yfirfærslur á stafrænt form, svo sem af vinyl, kassettum, vídeóspólum, bæði VHS, 8mm og MiniDV ásamt því að skanna ljósmyndir og slidesmyndir og koma þeim þannig á stafrænt form. Einnig stendur til að bjóða uppá skýjalausnir hvað það varðar,” segir Magnús en allar upplýsingar um þjónustuna má finna á heimasíðunni tubes.is.

Í október býður Magnús upp á 20% afslátt af öllum yfirfærsluverkefnum sem koma inn og næstkomandi föstudag, þann 14. október verður opið hús og heitt á könnunni á milli klukkan 16 og 19. Annars er auglýstur opnunartími 9-16 virka daga og eftir samkomulagi. Síminn er 699-7684.

Eiginkona Magnúsar, Anna Linda Sigurðardóttir, deildarstjóri fjölmenningardeildar Vallaskóla, er hans hægri hönd í rekstrinum. Ljósmynd/Aðsend
Magnús að störfum á rafeindaverkstæðinu. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinGuitar Islancio í Hlöðueldhúsinu
Næsta greinHlaupið mun ekki hafa áhrif á vegi og brýr