Makríllinn hefur reynst vera mikil búbót fyrir Þorlákshöfn en þar er nú búið að taka á móti 2.800 tonnum af makríl það sem af er vertíð.
Það er um 1.000 tonnum meira en á síðasta ári.
,,Þetta er mikil búbót og ég veit ekki betur en að það sé bullandi vinna hér í flestum fiskvinnsluhúsum,” sagði Indriði Kristinsson, hafnarstjóri í Þorlákshöfn, í samtali við Sunnlenska.