Ásýnd íþróttavallarsvæðisins á Selfossi tekur stakkaskiptum þessa dagana en í dag standa þar yfir miklar malbikunarframkvæmdir.
Verið er að malbika plön og aðkomu við aðalinnganginn á vellinum en stefnt er að því að svæðið verði komið í sitt fínasta púss fyrir Unglingalandsmótið um verslunarmannahelgina.
,,Undirbúningur hjá okkur er í fullum gangi og hann gengur samkvæmt áætlun. Stefnan hjá okkur er að halda glæsilegt mót við frábærar aðstæður. Við búumst við góðri þátttöku og vonandi metþátttöku. Það er hugur í fólki og tilhlökkun,“ sagði Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, í samtali við sunnlenska.is.