Málþing og fræðslufundur um málefni eldri borgara

Þorlákshöfn. Ljósmynd/Aðsend

Málþing og fræðslufundur um málefni eldri borgara verður í ráðhúsinu Versölum í Þorlákshöfn fimmtudaginn 24. október frá kl. 16

Málþingið er hugsað sem samtalsvettvangur um málefni eldri borgara í Ölfusi. Það verða umræðuborð þar sem ákveðin málefni verða krufin og loks samantekt þar sem niðursstöður af borðunum verða kynntar.

Framsögu á þinginu hafa Bettý Grímsdóttir, formaður öldungaráðs, Eyrún Hafþórsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu, Kolbrún Una Jóhannsdóttir, forstöðumaður Níunnar og Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri fjölskyldu og fræðslusviðs.

Á umræðuborðum verður fjallað um félagsstarf eldri borgara, húsnæðismál, félagslega heimaþjónustu og heilsueflingu.

Allir eru velkomnir á þingið sem verður stýrt af Sigurði Jónssyni, varaformanni öldungaráðs.

Fyrri greinBandvitlaus texti í vöðvaminninu
Næsta greinVésteinn deilir upplifun sinni af Ólympíuleikunum