Mannvit bauð lægst í hönnun Suðurlandsvegar

Verkfræðistofan Mannvit bauð lægst í for- og verkhönnun fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Kambarótum að vegamótum við Biskupstungnabraut.

Um er að ræða tólf kílómetra kafla þar sem hanna þarf átta steyptar brýr og undirgöng og fimm bárustálsundirgöng. Einnig skal hanna tvenn tvöföld hringtorg, tvenn T-vegamót og hliðarvegi, göngu- og hjólreiðastíga, samtals um 9 km.

Tilboð Mannvits hljóðaði upp á tæplega 81,9 milljónir króna og var aðeins 44,2% af kostnaðaráætlun, sem var 185,1 milljón króna.

Efla hf. átti næst lægsta boðið, rúmar 89,7 milljónir króna en þar á eftir komu tilboð frá Hnit hf 118,8 milljónir, Verkís hf 156,1 milljón og VSÓ ráðgjöf ehf upp á 243,3 milljónir króna.

Forhönnun skal lokið fyrir 9. janúar 2017 en verkhönnun og skilamati skal lokið fyrir 20. mars 2018.

Fyrri greinVegavinna á Hellisheiði
Næsta grein„Áfall fyrir Suðurland í heild sinni“