Marel hefur sent sundbolta í sundlaugar þeirra sveitarfélaga þar sem Marel fiskvinnslutækni hefur verið innleidd, meðal annars í Þorlákshöfn á Hellu og á Hvolsvelli.
Marel sér fjölda fyrirtækja um allt land fyrir háþróuðum tæknibúnaði til fiskvinnslu. Samstarf fyrirtækjanna og Marel er náið og þar skipta starfsmenn miklu máli.
Því langaði Marel til að gleðja íbúa bæjarfélaga sem nýta sér Marel tæki með lítilli gjöf, sundboltum. Boltunum er dreift á sundlaugar víða um land í laugar nærri fiskvinnslustöðvum til þess að sem flestir geti notið þeirra. Fyrir helgi fengu Þorlákshöfn, Hella og Hvolsvöllur senda sundbolta en um er að ræða tugi bolta á hvern stað.
Fyrstu sundboltunum var dreift á Dalvík á Fiskideginum mikla, við góðar undirtektir en nú í vetur hafa boltar verið sendir 30 sundlaugum til viðbótar til sundlauga í bæjarfélögum á landsbyggðinni.