Síðustu tvær vikur hafa 76 ökumenn verið kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.
Álagðar sektir vegna þessara brota nema um það bil 6,5 milljónum króna og segir lögreglan ljóst að einhvern „svíður í budduna“ undan þeim. Alls hefur 21 ökumaður þurft að sæta sekt á bilinu 120 til 150 þúsund krónur.
Flestir þeirra sem óku of hratt eru vestanmegin í umdæminu en ekki er að sjá mun á mældum hraðað almennt eftir svæðum.
Á sama tíma var einn ökumaður grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fjórir undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Einn þessara fjögurra var með barn sitt í bílnum og fengu barnaverndaryfirvöld þann þátt til úrvinnslu líkt og lög mæla fyrir um.