Margar tilkynningar um utanvegaakstur

Lögreglan á Hvolsvelli hefur fengið inn á borð til sín allmörg mál á undanförnum dögum varðandi utanvegaakstur í umdæminu.

Nú síðast var tilkynnt um utanvegaakstur á Krakatindaleið og einnig við Lakagíga. Að sögn lögreglunnar er utanvegaakstur á Skeiðarársandi einnig orðinn talsvert vandamál og ljótar skemmdir þar í auknu mæli.

Ekki er enn vitað hverjir hafa verið að verki á sandinum og biður lögregla því vegfarendur að hafa vakandi auga, ef einhver sést aka þar utan vega. Allur akstur utan vega er bannaður.

Fyrri greinEyjafjallajökull hefur kólnað
Næsta greinGuðmunda með sigurmark í uppbótartíma