Gistinóttum á hótelum á Suðurlandi hefur fjölgað úr 95 þúsundum árið 2007 í tæplega 249 þúsund árið 2014. Á þetta einungis við erlenda gesti.
Íslenskum gestum á hótelum á Suðurlandi hefur ekkert fjölgað á sama tímabili, raunar fækkað lítillega í heildina tekið, þótt fjölgun hafi orðið á milli áranna 2013 og 2014.
Hafa íslenskir gestir því í heildina farið úr að vera þriðjungur gesta sunnlenskra hótela, yfir í einn sjötta. Mest varð aukningin í gistináttum erlendra gesta á milli ára í fyrra, eða úr 190.552 gistinóttum árið 2013 í 248.695 árið 2014.
Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar.
Sjá nánar umfjöllun í Sunnlenska fréttablaðinu