Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir til fólks að ganga frá Skógum að Fimmvörðuhálsi væri erfið og aðstæður erfiðar var fjöldi fólks aðstoðaður niður frá eldstöðinni í gærkvöldi og margir höfðu hreinlega örmagnast.
Einnig bar dálítið á því í gær að ökumenn tækju ekki tillit til þeirra er fara gangandi um svæðið og voru dæmi um að lægi við slysum.
Í gærkvöldi var mikið af fólki á svæðinu og áætlar lögregla að á þriðja þúsund hafi gert sér ferð að eldstöðinni. Enn er í gildi 5 km hættusvæði við eldstöðina og einnig að óheimilt er að fara nær eldstöðinni er 1 km. Þessar ráðstafanir eru eingöngu gerðar í öryggisskyni.
Frá Þórsmörk er gönguleiðin uppá Morinsheiði ágæt þó eru á leiðinni staðir þar sem sýna þarf mikla aðgát og erfitt getur verið að fara um. Nauðsynlegt er að fólk sé vel búið og gæti vel að skóbúnaði sínum. Ekki er heimilt að fara yfir Heljarkamb og upp Bröttufönn vegna nálægðar við eldstöðina. Björgunarsveitarmenn eru á Morinsheiði og gildir það sama þar og á öðrum svæðum við eldstöðina að fólk fari að leiðbeiningum og fyrirmælum þeirra.