Þrátt fyrir mikla rigningu og slæmt skyggni í vikunni hafa margir ökumenn verið of þungir á bensínfætinum í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli.
Alls hafa 38 ökumenn verið stöðvaðir vegna hraðaksturs og fengið fyrir það viðeigandi sekt. Sá hraðasti ók á 137 km/klst hraða á Suðurlandsvegi.
Nú er helgi framundan og því vill lögreglan á Hvolsvelli benda ökumönnum á að hafa í huga að ökuhraði á þjóðvegum landsins er 90 km.
„Það er nú einu sinni þannig þó að við vitum hvað við erum að gera þá vitum við ekki hvað hinir ökumennirnir eru að hugsa,“ segir lögreglan á Facebooksíðu sinni.