Lögreglan á Selfossi segir að svo virðist sem margir bíleigendur séu með ábyrgðartryggingar ökutækja sinna í ólagi.
Í liðinni viku voru sjö ökutæki tekin úr umferð vegna þess að þau voru ótryggð.
Í dagbók lögreglunnar segir að slíkt sé mjög alvarlegt gagnvart öðrum vegfarendur sem gætu lent í þeirri stöðu að bæta sjálfir sitt tjón verði þeir fyrir því óláni að ótryggðu ökutæki verði ekið á ökutæki þeirra.
Sekt við þessu broti er 30 þúsund krónur.