Margrét Helga Steindórsdóttir, frá Hrygg 2 í Flóahreppi er nýr stallari stjórnar Nemendafélagsins Mímis í Menntaskólanum að Laugarvatni.
Í vikunni var kosið til nýrrar stjórnar sem verður í embætti til janúarloka 2016.
Með Margréti Helgu í stjórninni eru Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir frá S-Langholti 4 í Hrunamannahreppi sem er varastallari, Teitur Sævarsson frá Arnarholti í Biskupstungum sem er gjaldkeri, Emil Sigurbjörnsson frá Hólmavík og Albert Ingi Lárusson frá Hveragerði eru íþróttaformenn, Aron Ýmir Antonsson frá Dalvík og Ómar Bjarni Sigurvinsson frá Selfossi eru skemmtinefndarformenn, Brynja Hrönn Rögnvaldsdóttir úr Reykjanesbæ og Sólveig Arna Einarsdóttir frá Miðfelli 2 í Hrunamannahreppi eru skólaráðsfulltrúar, Inger Erla Thomsen frá Sólheimum í Grímsnesi er árshátíðarformaður, Guðbjört Angela Mánadóttir frá Ólafsvík er ritnefndarformaður, Vignir Þór Sigurjónsson frá Hvolsvelli er tómstundaformaður og Kjartan Helgason frá Flúðum er vef- og markaðsfulltrúi.