Margrét Ýrr endurkjörin formaður

Aðalfundur Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu fór fram í húsi sveitarinnar í gærkvöldi. Farið var yfir hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem kosið var í nýja stjórn.

Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir var endurkjörin sem formaður og Árni Kristjánsson situr áfram í stjórn ásamt Styrmi Grétarssyni sem mun áfram gegna stöðu gjaldkera. Tveir nýjir stjórnarmenn komu inn en það eru þeir Leifur Bjarki Björnsson og Karl Ólafsson. Fráfarandi stjórnarmenn eru þær Elín Stolzenwald og Marý Linda Jóhannsdóttir.

Einnig voru veitt verðlaun til þess félaga sem mætti í flest útköll á árinu 2014 og var það Sverrir Norðfjörð. Hann fékk hann gjafabréf á Hótel Rangá að launum.

Aðalfundurinn var fjölmennur og þar ríkti bæði samheldni og vilji til góðra verka.

Fyrri greinHvergerðingar ánægðir með bæinn sinn
Næsta greinBúið að opna alla vegi