Markaður í miðbænum á Selfossi

Núna í blíðunni er handverksfólk farið að hreiðra um sig í litlu húsunum í miðbæjargarði á Selfossi, beint á móti Ölfusárbrú.

Þar má finna handverk af ýmsu tagi, handunna skartgripi, tilvitnanir og nöfn söguð úr tré til að setja upp á vegg, fallegt handprjón á minnstu börnin, húfur, sokka og vettlinga, margs konar vörur unnar úr ull, trefla og sjöl og þjóðbúningakarlar og kerlingar, svo eitthvað sé nefnt. Svandís er á staðnum og selur heimagerða brjóstsykurinn sinn.

Markaðurinn er opinn alla þessa viku, síðdegis og á kvöldin.

Fyrri greinJóhann í Selfoss
Næsta greinSluppu lítið meiddir úr bílveltu