Bræðurnir Marteinn og Gunnar Sigurgeirssynir hlutu menningarviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar árið 2019 en viðurkenningin var afhent á opnunarhátíð Vors í Árborg á sumardaginn fyrsta.
Marteinn og Gunnar hafa í gegnum tíðina verið duglegir við að taka þátt í skipulagningu menningarviðurða, taka upp hreyfimyndefni af fjölbreyttum viðburðum í samfélaginu og viðtöl við einstaklinga á svæðinu sem varðveita stóran hluta af sögu svæðisins. Viðurkenninguna fá þeir fyrir framlag sitt til menningar og varðveislu söguminja á svæðinu.
Það voru þær Guðbjörg Jónsdóttir, formaður íþrótta- og menningarnefndar Árborgar og Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, sem afhentu Marteini og Gunnari viðurkenninguna.