MAST rannsakar ólöglegt fiskeldi á Suðurlandi

Höfuðstöðvar Matvælastofnunar á Selfossi. sunnlenska.is/Sigmundur

Matvælastofnun barst á dögunum ábending um ólöglegt fiskeldi á Suðurlandi. Við eftirgrennslan starfsmanna stofnunarinnar kom í ljós að fiskeldi væri viðhaft í húsnæði á Suðurlandi án rekstrar- og starfsleyfa.

Í tilkynningu frá MAST segir að við nánari eftirgrennslan reyndist þar vera veiðifélag sem elur villt seiði í þeim tilgangi að sleppa þeim í veiðiá í vor.

„Húsnæðið þar sem starfsemin er stunduð uppfyllir ekki skilyrði laga og reglugerða um fiskeldi auk þess sem vörnum gegn stroki er ábótavant,“ segir í tilkynningu MAST.

Matvælastofnun hefur málið til rannsóknar og mun upplýsa um málið að rannsókn lokinni.

Fyrri greinFyrsti blaktitill Laugdælastúlkna á HSK móti
Næsta greinGrótta stóru skrefi á undan