Matsáætlun fyrir landeldi í Ölfusi

Þorlákshöfn. Ljósmynd / Chris Lund

Geo Salmo áformar að reisa landeldisstöð í landi Ölfuss vestan Þorlákshafnar þar sem stefnt er að því að framleiða 20.000 tonn á ári af laxi með möguleika á að auka framleiðsluna í 24.000 tonn á ári.

Skupulagsstofnun hefur auglýst tillögu að matsáætlun þar sem gerð er grein fyrir hvernig staðið verður að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Í matsáætluninni er gerð grein fyrir helstu þáttum framkvæmdarinnar og reksturs fiskeldisins og þeir þættir framkvæmdarinnar sem geta haft áhrif á umhverfið skilgreindir. Gerð er grein fyrir þeim umhverfisþáttum sem framkvæmdaraðili telur líklegasta til að verða fyrir áhrifum og lögð drög að áætlun um rannsóknir og gagnaöflun.

Framkvæmdin er á frumhönnunarstigi og er í matsáætlun gerð grein fyrir helstu þáttum en ítarlegri upplýsingar munu liggja fyrir í umhverfismatsskýrslu sem verður lögð fram á seinni stigum.

Öllum er frjálst að veita umsögn um matsáætlunina en umsagnir þurfa að berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 2. desember nk. Umsagnir þurfa að vera skriflegar en þær má senda í tölvupósti á skipulag@skipulag.is. Matsáætlunina er að finna á vefsetri Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.

Fyrri greinJón fékk Menningarverðlaun Suðurlands
Næsta greinÞað er Neyðarkall!