Matthías ráðinn fjármálastjóri Set

Matthías Stephensen. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Matthías Stephensen hefur tekið við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf á Selfossi. Matthías hefur yfir 10 ára reynslu af fjármálastjórnun og rekstri, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum mörkuðum.

Matthías mun leggja sérstaka áherslu á að styrkja fjármáladeild Set ehf. með samræmingu fjármála samstæðunnar á Íslandi, í nánu samstarfi við erlendu starfsstöðvar Set sem eru í Þýskalandi og Danmörku. Síðast starfaði hann sem fjármálastjóri Héðins og tengdra félaga. Þar áður var hann forstöðumaður rekstrar og sölu á viðskiptabankasviði hjá Arion-banka.

Matthías er með M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á reikningshald og fjármál fyrirtækja.

„Við erum mjög ánægð með að fá Matthías til liðs við framkvæmdastjórn Set ehf. Hann kemur með víðtæka reynslu úr fjármálageiranum og fjölbreytta þekkingu sem mun styrkja fjármálateymi okkar til muna. Við bjóðum hann velkominn í teymið og hlökkum til að njóta krafta hans í sókninni sem er framundan hjá Set ehf,“ segir Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, forstjóri Set ehf.

Fyrri greinÁrborg sigraði í níu marka grannaslag
Næsta greinBreytingar í röðum rekstrarstjóra Samkaupa