Máttu færa varnargarð

Rangárþing eystra, Vegagerð ríkisins og Landgræðslan máttu færa flóðvarnargarð í innanverðri Fljótshlíð í kjölfar eldgossins á Fimmvörðuhálsi.

Þetta er niðurstaða héraðsdóms í máli sem landeigendur höfðuðu gegn fyrrgreindum aðilum.

Vildu landeigendurnir meina að ógilda skyldi framkvæmdaleyfi sem gefið var og samþykkt í sveitarstjórn Rangárþings eystra á vordögum 2010. Vegagerðin og Landgræðslan sóttu þá um leyfi til breytinga og viðgerða á varnargarðinum við Þórólfsfell, sem skemmdist í flóði í Markarfljóti þá um vorið.

Landeigendurnir töldu og telja að færa yrði varnargarðinn til fyrra horfs og breytingar væru gerðar í þeirra óþökk.

Samkvæmt upplýsingum Sunnlenska eru meiri líkur en minni á að landeigendur áfrýi málinu til Hæstaréttar.

Fyrri greinKFR laut í gras – Fjórða jafntefli Árborgar
Næsta greinSandvíkurtjaldurinn lentur