MB verktak bauð best

Fimm tilboð bárust í bílskúrsbreytingar við Vallholt 38 á Selfossi, þar sem Vinaminni, dagdvöl fyrir heilabilaða, er til húsa. Tilboðin voru opnuð í morgun.

Lægsta boðið kom frá MB verktak ehf á Selfossi, rúmar 8,2 milljónir króna. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 12,0 milljónir króna.

Næstu bjóðendur voru Byggingarfélagið Laski með rúmar 9,7 milljónir, Trésmiðja Ingólfs með tæpar 10,5 milljónir, Vörðufell með tæpar 11,7 milljónir og Smíðandi með rúmar 12,0 milljónir.

Verkið felst í að breyta núverandi bílskúr í vinnuaðstöðu og skrifstofu, ásamt baðaðstöðu sem þjóna á dagvistunarheimilinu að Vallholti 38. Verklok eru 2. maí 2013.

Fyrri greinFanginn ófundinn
Næsta greinBlásið til undirritunar