Nýverið opnaði Heiðbjört Haðardóttir, hundsanyrtir, hundasnyrtistofuna Hunda dekur á Selfossi.
„Ég er með óendanlegan áhuga á hundum,“ segir Heiðbjört, aðspurð afhverju hún hafi ákveðið að læra hundasnyrtingu á sínum tíma. Hún hefur nú unnið sem hyndasnyrtir í þrjú ár.
„Þegar ég fékk standard schnauzer tíkina mína fannst mér mjög spennandi þessi reytanlegi feldur og langaði að læra meira um feld og snyrtingar á reytanlegum hundafeldi. Einnig var fyrir á heimilinu poodle hundur sem einnig var mjög spennandi verkefni hvað varðar feldinn og klippingar. Ég kom mér í samband við hundasnyrti sem er með kennararéttindi og fékk nemasamning hjá Margréti Kjartansdóttur sem rekur ásamt fleirum Hundasnyrtistofuna Hundavinir,“ segir Heiðbjört.
Heiðbjört býður upp á allar almennar hundasnyrtingar og bað fyrir allar tegundir hunda. „Ég býð líka upp á snyrtingu á sýningarhundum. Fólk kemur einnig með hunda í niður rakstur og eða bara bað. Einnig bíð ég uppá klóaklippingar og ráðgjöf varðandi feld og feldhirðu. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni hér á Selfossi,“ segir Heiðbjört að lokum.
Hunda dekur er staðsett á móti hundagerðinu á Selfossi. Tímapantanir eru í síma 853-3300 og nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu Hunda dekur.