Lögreglan á Selfossi stöðvaði bíl við reglubundið eftirlit í nótt. Fimm manns voru í bílnum og var ökumaðurinn í góðu standi.
Fólkið var að koma af skemmtistað en þar sem stemmningin í bílnum var eitthvað þvinguð datt lögreglunni í hug að skoða í skottið á bílnum.
Þar leyndist sjötti farþeginn, falinn undir fatahrúgu, en honum var ofaukið miðað við leyfilegan fjölda í bílnum. Yfirfarþeginn gallaði sig upp og gekk heim.