Meint mútumál komið á borð héraðssaksóknara

Landsbankinn á Selfossi. Mynd úr safni.

Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Árborg, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara í Reykjavík í kjölfar umfjöllunar Heimildarinnar um tilboð sem hann fékk frá Leó Árnasyni fjárfesti árið 2020.

Þetta segir Tómas Ellert í samtali við Heimildina í dag. „Það var hringt í mig áðan og ég var boðaður í skýrslutöku. Mér var sagt að þetta væri vegna mögulegs mútubrots,“ segir Tómas.

Ólaf­ur Hauks­son, héraðssak­sókn­ari, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að málið hafi komið inn á borð hjá embætt­inu og sé til meðferðar þar. Sam­kvæmt lög­reglu­lög­um eigi embættið að sjá um rann­sókn mála þar sem grun­ur er um mút­ur gegn op­in­ber­um aðilum. Því fylg­ist embættið með ef slík mál komi upp í umræðu eða fréttaum­fjöll­un og skoðar þau ef þurfa þykir.

Fram hefur komið hjá Heimildinni að Tómas Ellert segir að Leó hafi boðið sé fjárhagslegan stuðning í skiptum fyrir pólitíska fyrirgreiðslu árið 2020. Skilyrðið fyrir stuðningnum var að Miðflokkurinn ynni að því að Árborg félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Landsbankinn bauð húsið til sölu í október 2020 og átti sveitarfélagið hæsta tilboðið. Það var hins vegar dregið til baka og Sigtún þróunarfélag, sem átti næsthæsta tilboðið, keypti húsið.

Fyrri greinFerðalangar fundust heilir á húfi á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinKFR með bakið upp við vegg