Meira en hálf milljón ferðamanna í Rangárþingi eystra

Skógafoss. Ljósmynd/Sigurður Jónsson

Áætlað er að um 546.000 ferðamenn hafi komið í Rangárþing eystra árið 2012. Skógafoss er fjórða mest sótta náttúruperla Íslands og Seljalandsfoss er í 5.-7. sæti.

Sveitarfélagið fékk Rögnvald Guðmundsson hjá Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar til að taka saman tölur yfir ferðamenn í Rangárþingi eystra fyrir árið 2012 og nokkrar samanburðartölur.

72% erlendra ferðamanna á Íslandi sumarið 2012 komu í Rangárþing eystra eða 234.000 ferðamenn. Utan sumartímans kom 38% erlendra ferðamanna við í Rangárþingi eystra árið 2012 eða 132.000 ferðamenn.

60% íslenskra ferðamanna sumarið 2012 komu í Rangárþing eystra eða 180.000 Íslendingar. Þó þarf að hafa í huga að þegar teknar eru saman tölur um heimsóknir Íslendinga að margir koma oftar en einu sinni, t.d. fólk sem á sumarbústaði í sveitarfélaginu, og heildartölur geta því verið mun hærri en þessar.

Einnig voru teknar saman tölur yfir þá fjóra staði sem mest eru heimsóttir í Rangárþingi eystra, Skógafoss, Seljalandsfoss, Hvolsvöll og Þórsmörk. Skógafoss er 4. mest sótta náttúruperla Íslands og Seljalandsfoss er í 5.-7. sæti.

Sjá nánar á heimasíðu Rangárþings eystra

Fyrri greinBjörg byggir aðstöðuhús
Næsta greinTuttugasta bók Þórðar í Skógum