Meirihlutaviðræðum á milli Okkar Hveragerðis og Framsóknar miðar vel áfram og er stefnt að að því að skrifa undir samstarfssamning í vikunni.
Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Söndru Sigurðardóttur og Jóhönnu Ýr Jóhannsdóttur, oddvitum framboðanna. Eftir undirritun samstarfssamnings er stefnt er að því að boða til fyrsta bæjarstjórnarfundar eins fljótt og auðið er.
Okkar Hveragerði og Framsókn fengu samtals fimm bæjarfulltrúa af sjö en Sjálfstæðisflokkurinn tvo. Áður hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið með hreinan meirihluta í Hveragerði undanfarin sextán ár.