Meirihluti kjósenda í Árborg er hlynntur nýju skipulagi í miðbæ Selfoss. Talningu atkvæða í íbúakosningunni lauk um klukkan 22:30. Kjörsókn var 55% þannig að niðurstaðan er bindandi fyrir bæjarstjórn.
Alls kusu 3.640 eða um 55% af þeim sem voru á kjörskrá.
Alls voru 2.130 hlynntir tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti í febrúar á aðalskipulagi Selfoss vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í miðbæ Selfoss, eða 59% þeirra sem greiddu atkvæði. Alls voru 1.425 andvígir og voru 85 kjörseðlar ógildir.
Nýtt deiliskipulag fær svipaða kosningu og aðalskipulagið. Alls voru 2.034 hlynntir tillögu að breytingu sem bæjarstjórn Árborgar samþykkti í febrúar á deiliskipulagi fyrir miðbæ Selfoss, eða 56%. Þá voru 1.434 eru andvígir og 172 seðlar voru auðir eða ógildir.