Meirihluti hlynntur nýja skipulaginu

Meirihluti kjósenda í Árborg er hlynntur nýju skipulagi í miðbæ Selfoss. Talningu atkvæða í íbúakosningunni lauk um klukkan 22:30. Kjörsókn var 55% þannig að niðurstaðan er bindandi fyrir bæjarstjórn.

Alls kusu 3.640 eða um 55% af þeim sem voru á kjörskrá.

Alls voru 2.130 hlynntir til­lögu að breyt­ingu sem bæj­ar­stjórn Árborg­ar samþykkti í febrúar á aðal­skipu­lagi Sel­foss vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar í miðbæ Sel­foss, eða 59% þeirra sem greiddu atkvæði. Alls voru 1.425 andvígir og voru 85 kjörseðlar ógildir.

Nýtt deiliskipulag fær svipaða kosningu og aðalskipulagið. Alls voru 2.034 hlynntir til­lögu að breyt­ingu sem bæj­ar­stjórn Árborg­ar samþykkti í febrúar á deili­skipu­lagi fyr­ir miðbæ Sel­foss, eða 56%. Þá voru 1.434 eru andvígir og 172 seðlar voru auðir eða ógildir.

Fyrri grein„Ekki mikil pottamenning á Selfossi“
Næsta greinÓttast um flugvél sem lenti á Selfossi