Þrettán íbúar öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka eru smitaðir af COVID-19. Tveir greindust smitaðir á föstudagskvöld og var annar þeirra nýkominn af Landakoti.
Í kjölfarið voru gerðar sýnatökur og reyndust sex íbúar neikvæðir. Íbúar sem eru smitaðir verða fluttir til Reykjavíkur. Allir starfsmenn Sólvalla eru í sóttkví.
Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Nítján manns búa á Sólvöllum og segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, í samtali við RÚV að þeir sem eru smitaðir séu ekki alvarlega veikir. Kalla hefur þurft út fólk úr bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar til að sinna íbúum á Sólvöllum.