Meirihlutinn vísaði eigin tillögu frá

Óvenjuleg uppákoma varð á síðasta fundi hreppsnefndar Rangárþings ytra þar sem meirihlutinn í Á-listanum vísaði frá tillögu sem hann sjálfur lagði fram.

Tillagan snerist um staðgengil sveitar­stjóra en Gunnsteinn Ómarsson tekur sér vikufrí síðar í mánuðinum. Meirihlutinn lagði til að Guðfinna Þorvalds­dóttir, oddviti, tæki að sér að leysa Gunnstein af í fríinu.

Fulltrúar D-listans lögðu fram breytingar­tillögu og bentu á að ekki tíðkaðist að skipa staðgengla framkvæmdastjóra sveitarfélaga taki þeir sér frí í fáa daga. Starfsfólk sveitarfélagsins væri fullfært um að taka við erindum og upplýsa fólk á meðan.

Í kjölfar tillögu D-listans lögðu fulltrúar Á-listans til að tillögu Á-listans yrði vísað frá og var það samþykkt samhljóða.

Fyrri greinAdólf ráðinn útibússtjóri
Næsta greinFH of stór biti