Jólamessum í Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi á aðfangadagskvöld og Ólafsvallakirkju á Skeiðum á jóladagsmorgun hefur verið aflýst vegna veðurs.
Aftansöngur í Skálholtskirkju fellur niður og einnig hátíðarmessan á jólanótt í Skálholti. Þess má hins vegar geta að sjónvarpsmessa Ríkissjónvarpsins kl. 22 í kvöld er úr Skálholtsdómkirkju.
Sömuleiðis fellur aftansöngur á aðfangadag í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn niður vegna óvissu um færð.
Ákvörðun um hvort hægt verði að halda jólamessur í Hrunakirkju kl. 13 á jóladag og kl. 22 á jóladagskvöld í Stóra-Núpskirkju verður tekin fyrir hádegi á jóladag.
Snjóþekja og þæfingsfærð er víða í Árnessýslu en sumsstaðar eru vegir þungfærir.