Víða messufall vegna veðurs

Skálholtsdómkirkja. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðrið hefur áhrif á kirkjuhald nú um jólin en messufall er víða í dag.

Allar messur í Skálholtsprestakalli hafa verið felldar niður vegna veðurs; í Miðdalskirkju, Skálholtsdómkirkju og Þingvallakirkju. Jólamessan á Þingvöllum verður haldin á nýársdag kl. 14.

Messur í Gaulverjabæjarkirkju og Hraungerðiskirkju í dag falla niður.

Messu er aflýst í Kotstrandarkirkju í dag, jóladag.

Jólamessum sem vera áttu í Hrepphólakirkju og Ólafsvallakirkju í dag er aflýst. Þær kirkjur eru í Hrunaprestakalli og þar var miðnæturguðsþjónustu í Hruna í gærkvöldi aflýst vegna vonskuveðurs. Ákvörðun um ljósamessu kl. 22 á jóladagskvöld í Stóra-Núpskirkju verður tekin í kvöld kl. 20.

Jólamessunni á Krossi í Landeyjum var aflýst vegna veðurs.

Jólamessu í Skeiðflatarkirkju hefur verið frestað þar til á morgun, annan í jólum kl. 14:00.

Fréttin verður uppfærð

Fyrri greinÞegar Jesúbarnið kenndi okkur að brúna kartöflur
Næsta grein„Rússíbani, heimþrá og ævintýri allt í bland“