Mest lesnu fréttir ársins

Gos í Eyjafjallajökli? Sveitarstjórnarkosningar? Mótmæli vegna niðurskurðar? Nei, það eru skrýtnu og skemmtilegu fréttirnar sem eru mest lesnar á sunnlenska.is í ár.

Mest lesna fréttin birtist mánudaginn 7. júní en aðfaranótt sunnudagsins 6. júní höfðu óprúttnir aðilar gert sér að leik að hleypa lofti úr dekkjum fjórtán jeppabifreiða sem stóðu fyrir utan Hótel Selfoss.

Ekki síður var mikið lesin frétt sem birtist þann 23. júní en síðdegis þann dag fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um græneðlu sem spókaði sig í húsagarði við Álftarima á Selfossi.

Ökumaðurinn sem nennti ekki að skafa af framrúðunni og „var á leiðinni að kaupa sköfu“ þegar lögreglan stöðvaði hann vakti líka mikla athygli. Hún birtist þann 15. nóvember og í kjölfarið hafa Sunnlendingar verið duglegri að skafa.

Bíladellan blómstrar á Selfossi og það sannaðist í kjölfar Delludags sem haldinn var í sumar. Þann 27. júní birtum við myndaalbúm frá Delludeginum og það er langmest skoðaða myndaalbúmið á sunnlenska.is.

Sunnlensk fegurð heillar greinilega marga því fréttin um úrslit Sumarstúlkukeppni Hvítahússins er fimmta mest lesna fréttin á vefnum á þessu ári. Það var hin brosmilda Áslaug Ýr sem hreppti titilinn en fréttin birtist þann 11. júlí.

Fyrri greinDagtal HSK/Selfoss komið út
Næsta greinHlynur Geir ráðinn til GOS