Mesta mælda úrkoman á landinu síðasta sólarhringinn var á Selfossi. Úrkoman á Selfossi var 39 mm en á Kálfhóli á Skeiðum var úrkoman 15 mm.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni og segir líklegast að mesti snjórinn frá því í gærkvöldi sé í lágsveitum Árnessýslu sem og á Hellisheiði og í Þrengslum.
„Ratsjármynd frá kl. 2 í nótt sýnir mest flekkinn vel. Hann var á þessum slóðum meira og minna í nótt,“ segir Einar en bætir við að skekkjur geta hæglega komið fram við úrkomumælingar í snjókomu, ekki síst ef skafrenningur er að auki.
Á Selfossi er 30-40 cm jafnfallinn snjór og umferð um bæinn gengur mjög hægt.
