Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að ganga til samninga við Guðmund Daníelsson um frumhönnun og kostnaðarmat vegna ljósleiðaravæðingar í Rangárþingi ytra.
Kostnaðurinn má ekki verða meiri en 750 þúsund krónur auk virðisaukaskatts, samkvæmt ákvörðuninni.
Verkefnið snýst um að gera frumhönnun og í framhaldi mat á því hversu mikið kostar að leggja ljósleiðarakerfi um sveitarfélagið Rangárþing ytra.
Slíkt kerfi myndi ná til allra lögheimila í sveitarfélaginu sem ekki búa við ljósleiðaratengingu nú þegar eða aðra sambærilega fjarskiptatengingu.