Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2013 voru afhent á kjötsúpuhátíðinni á dögunum.
Fegursti garðurinn í sveitarfélaginu er garðurinn við Mið-Mörk en það voru ábúendur, Sigurjón Sveinbjörnsson og Jóna Konráðsdóttir, sem tóku við verðlaununum. Snyrtilegasta býlið í sveitarfélaginu var valið Stóra-Hildisey II en þar búa Jóhann Nikulásson og Sigrún Hildur Ragnarsdóttir.
Dalsbakki var valin fegursta gatan og snyrtilegasta fyrirtækið í sveitarfélaginu er Fóðurblandan.
Það var Agnes Antonsdóttir, formaður Umhverfis- og náttúruverndarnefndar sem afhenti verðlaunin í ár.