Vatnshæð og rafleiðni mælingar við brú Múlakvíslar sýna aukinn leka jarðhitavatns undan Mýrdalsjökli og tengist það aukinni jarðskjálftavirkni á svæðinu.
Tilkynningar hafa borist um brennisteinslykt á svæðinu vegna lekans. Alla jafna er aukin jarðskjálftavirkni í Kötluöskjunni á sumrin, oftast mest í júlímánuði.
Þetta kemur fram í athugasemdum vakthafandi sérfræðings á Veðurstofunni í kvöld.
Þar segir einnig að mikið jökulvatn sé í Bláfjallakvísl sem rennur frá norður hluta Mýrdalsjökuls. Ferðafólk er hvatt til að gæta varúðar og sýna aðgát þar sem vöð yfir ánna gæti verið varahugaverð.