Gosbólstrana frá Eyjafjallajökli leggur austur og er töluvert öskufall á Fimmvörðuhálsi, í 8 kílómetra fjarlægð frá gígnum.
Á vefmyndavél Mílu má sjá svarta jörð á Fimmvörðuhálsi og hefur öskufallið aukist töluvert síðustu klukkustundina.
Fylgst er með neysluvatni í Vestmannaeyjum, en það er undan Eyjafjallajökli. Engra breytinga hefur orðið vart, hvorki á sýrustigi né leiðni.