Mikið um fyrirspurnir

Að sögn Einas E. Einarssonar, landsráðunauts í loðdýrarækt, er talsvert um fyrirspurnir varðandi ný loðdýrabú. Engin bú eru þó á teikniborðinu en eldri bú hafa verið að stækka.

Er meðal annars verið að reisa nýtt hús að Neðri-Dal undir Eyjafjöllum en þar er verið að stækka búið um þriðjung eins og hefur áður komið fram í Sunnlenska.

Að sögn Einars hefur ekkert komið út úr því kynningarstarfi sem ráðist var í erlendis með það fyrir augum að laða hingað loðdýraræktendur. Einar sagði að en væru þó einhverjir aðilar að skoða slíka möguleika.

Stefna stjórnvalda er að miða uppbyggingu loðdýrabúa við tvö svæði, Suðurland í kringum Selfoss og í Skagafirði. Meðal annars vegna aðgengis að fóðurstöðvum.

Fyrri greinJussanam með tónleika í Þorlákshöfn
Næsta greinLagfæringar á Eyrarbakka